Umbúðir

Síríus rjómasúkkulaði

Síríus rjómasúkkulaði Síríus rjómasúkkulaði er tímalaus klassík sem gleður fólk á öllum aldri. Það er fáanlegt í ýmsum bragðtegundum sem þurfa allar sínar eigin umbúðir og markaðsefni, sem haldast þó alltaf fallega í hendur. https://youtu.be/8CWLaDCKKIchttps://youtu.be/YR0a_HwgqHY HAFÐU SAMBAND

Síríus – Fyrir hið ljúfa líf

síríus – fyrir hið ljúfa líf Við sáum nýlega um allt útlit fyrir nýtt eðal súkkulaði frá Nóa Síríus – Barón súkkulaði með núggatín möndlum og sjávarsalti og Doré karamellusúkkulaði. Við hönnuðum umbúðirnar, allt grafískt efni og mótin fyrir súkkulaðiplöturnar. Þar að auki tókum við líka ljósmyndir og framleiddum sjónvarpsauglýsinguna. Enn eitt krefjandi og skemmtilegt …

Síríus – Fyrir hið ljúfa líf Read More »

Bakarameistarinn ný ásýnd

Bakarameistarinn ný ásýnd Við hjá VORAR hönnuðum nýja ásýnd Bakarameistarans sem kynnt var árið 2021. Við erum stolt af þessari fallegu ásýnd sem vísar í fyrra útlit með áherslu á handverk og klassík með nútímalegum blæ, en Bakarameistarinn hefur verið að baka gæðabrauð og bakkelsi síðan 1977. HAFÐU SAMBAND

Mjólka – Grísk Drykkjarjógúrt

Mjólka – grísk drykkjarjógúrt VORAR hannaði útlitið fyrir nýju Grísku drykkjarjógúrtina frá Mjólku ásamt skemmtilegri auglýsingaherferð. Innblásturinn sóttum við í grísku guðina enda drykkjarjógúrtin guðdómleg á bragðið. Útkoman er skemmtileg og öðruvísi, alveg eins og varan sjálf. https://www.youtube.com/watch?v=YBWFfVEllxM HAFÐU SAMBAND

Nói Síríus bökunarvörur

Nói Síríus bökunarvörur Sælkerabakstur er ein af þjóðaríþróttum okkar Íslendinga og við því var brugðist með Bökunarvörulínu Nóa Síríus. Við hjá VORAR hönnuðum umbúðir utan um þessa vörulínu af gómsætum bökunarvörum sem koma því skýrt og greinilega til skila að hér eru á ferðinni innpökkuð töfrabrögð til að lyfta bakstrinum upp á annað stig. https://youtu.be/1WtBJamyyXM …

Nói Síríus bökunarvörur Read More »

Nói Síríus Traditional

Nói Síríus traditional Til að gera hefðbundið og sígilt íslensk sælgæti aðgengilegra fyrir erlenda neytendur hleyptu Nói Síríus vörulínu af stokkunum undir heitinu Traditional Icelandic. Við hjá VORAR hönnuðum umbúðirnar sem endurspegla Ísland í allri sinni fegurð og gleðja augu erlendra ferðamanna hér á landi ásamt sælkerum sem kaupa súkkulaðið í völdum verslunum í Norður-Ameríku, …

Nói Síríus Traditional Read More »

Hver er þér svo kær?

Hver er þér svo kær? Sælgætisgerðin Nói Síríus fagnaði 100 ára afmæli á árinu 2020 og að því tilefni vorum við beðin um að hanna sérstakan hátíðarkonfektkassa til að fagna tímamótunum. Úr varð þessi fallegi konfektkassi með handteiknaðri myndskreytingu. Hann sló rækilega í gegn og viðtökurnar hreint frábærar enda er kassinn einstakur að útliti. https://youtu.be/WYHe8ba4DXYhttps://www.youtube.com/watch?v=Uo7zmHnSh6Y&ab_channel=VORARaugl%C3%BDsingastofa …

Hver er þér svo kær? Read More »

Rúbín

Rúbín súkkulaði Þau voru heldur en ekki stór tíðindin sem bárust úr sælgætisheiminum á þá leið að Nói Síríus yrði þriðji framleiðand­inn á heimsvísu sem fengi að fram­leiða það sem kallað hef­ur verið fjórða súkkulaðið, 100% náttúrulegt bleikt súkkulaði úr kakóbaun sem sviss­neski súkkulaðifram­leiðand­inn Barry Cal­lebaut varði þrett­án árum í að þróa. Súkkulaðiunn­end­ur um all­an …

Rúbín Read More »

El Grillo

El Grillo Fyrir bjórinn El Grillo hönnuðum við heildar verkefnið, leituðum uppi sögulegar heimildir og hönnuðum útlitið út frá því en bjórinn dregur nafn sitt af bresku olíuskipi sem var sökkt af þýskum herflugvélum árið 1944 á Seyðisfirði. Þetta var sannarlega skemmtilegt verkefni og fróðlegt þar sem við hönnuðum umbúðirnar frá grunni út frá sögulegum …

El Grillo Read More »

Háls

Háls Ekki nóg með að við hönnuðum umbúðir fyrir nýtt bragð í hina vinsælu Hálslínu Nóa Síríus, heldur hönnuðum við nýtt útlit á línuna eins og hún lagði sig! Við erum virkilega ánægð með útkomuna þar sem unnið er með sömu klassísku litina, ásamt landslagskennileitum fyrir hverja tegund, en nú í uppfærðum og auðþekkjanlegum stíl …

Háls Read More »