Rúbín súkkulaði

Þau voru heldur en ekki stór tíðindin sem bárust úr sælgætisheiminum á þá leið að Nói Síríus yrði þriðji framleiðand­inn á heimsvísu sem fengi að fram­leiða það sem kallað hef­ur verið fjórða súkkulaðið, 100% náttúrulegt bleikt súkkulaði úr kakóbaun sem sviss­neski súkkulaðifram­leiðand­inn Barry Cal­lebaut varði þrett­án árum í að þróa. Súkkulaðiunn­end­ur um all­an heim biðu skiljanlega með önd­ina í háls­in­um af eftirvæntingu eftir því að tilkynnt væri um þetta nýja súkkulaði. Að sjálfsögðu hönnuðum við um hæl viðeigandi umbúðir sem voru lýsandi fyrir vöruna; bleikar, glaðlegar og rómantískar.

Rúbín súkkulaði umbúðir

Brot af því besta

Kynntu þér fleiri verkefni VORAR