Teiknun

Handteiknaður konfektkassi

handteiknaður konfektkassi Síðustu ár höfum við handteiknað konfektkassa fyrir Nóa Síríus en fyrsti kassinn var teiknaður af okkur fyrir jólin 2020. Kassinn hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár, enda er hann bæði falleg og bragðgóð gjöf.  HAFÐU SAMBAND

Breiðdalsvík

Breiðdalsvík Umvafna stórbrotnum fjallasal á Austfjörðum má finna Breiðdalsvík. Við teiknuðum upp nýja ásýnd bæði fyrir bæinn og Hótel Breiðdalsvík, sem sýnir heillandi karakter bæjarins og undirstrikar þjónustu og áhugaverða staði í máli og myndum. HAFÐU SAMBAND

VORAR jólakveðja

VORAR jólakveðja Um áramótin sendum við út kveðju til landsmanna með teikningum og texta eftir okkar fólk, nema hvað. Merkilegt nokk er ljóst að við höfðum hárrétt fyrir okkur – sól fer hækkandi á lofti og það Vorar senn.Þó vetur áfram vari ennum sinn, með dimma dagaVittu til, það Vorar sennmeð birtu og blóm í …

VORAR jólakveðja Read More »

Hver er þér svo kær?

Hver er þér svo kær? Sælgætisgerðin Nói Síríus fagnaði 100 ára afmæli á árinu 2020 og að því tilefni vorum við beðin um að hanna sérstakan hátíðarkonfektkassa til að fagna tímamótunum. Úr varð þessi fallegi konfektkassi með handteiknaðri myndskreytingu. Hann sló rækilega í gegn og viðtökurnar hreint frábærar enda er kassinn einstakur að útliti. https://youtu.be/WYHe8ba4DXYhttps://www.youtube.com/watch?v=Uo7zmHnSh6Y&ab_channel=VORARaugl%C3%BDsingastofa …

Hver er þér svo kær? Read More »

El Grillo

El Grillo Fyrir bjórinn El Grillo hönnuðum við heildar verkefnið, leituðum uppi sögulegar heimildir og hönnuðum útlitið út frá því en bjórinn dregur nafn sitt af bresku olíuskipi sem var sökkt af þýskum herflugvélum árið 1944 á Seyðisfirði. Þetta var sannarlega skemmtilegt verkefni og fróðlegt þar sem við hönnuðum umbúðirnar frá grunni út frá sögulegum …

El Grillo Read More »

Háls

Háls Ekki nóg með að við hönnuðum umbúðir fyrir nýtt bragð í hina vinsælu Hálslínu Nóa Síríus, heldur hönnuðum við nýtt útlit á línuna eins og hún lagði sig! Við erum virkilega ánægð með útkomuna þar sem unnið er með sömu klassísku litina, ásamt landslagskennileitum fyrir hverja tegund, en nú í uppfærðum og auðþekkjanlegum stíl …

Háls Read More »

Kassagerðin

Kassagerðin Kassagerðin tók aftur til starfa í byrjun árs 2019. VORAR fékk það verkefni að endurteikna upphaflegt merki Kassagerðarinnar ásamt því að hanna útlit markaðsefnis. Áhersla var lögð á að útlit og merki héldust í hendur við upphaflegt efni Kassagerðarinnar frá árinu 1932. Það byggðist á einföldu einlitaprenti og vélrituðum skilaboðum og endurspeglaði þannig sögu …

Kassagerðin Read More »