Grafísk hönnun

Nói Síríus kökubæklingur 2023

Kökubæklingur nóa síríus Eins og undanfarin ár sáum við um myndatöku, hönnun og uppsetningu á kökubæklingi Nóa Síríus árið 2023. Hann hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem ómissandi hluti af jólaundirbúningi Íslendinga en bæklingurinn í ár var unninn í samstarfi við Berglindi, hjá Gotterí og gersemar. HAFÐU SAMBAND

Opal

Opal Við höfum unnið mjög náið með Nóa Síríus undanfarin ár við að hanna umbúðir og auglýsingar fyrir fjölbreyttar vörulínur þeirra og er Opal engin undantekning. Það hefur verið mikið um spennandi nýjungar á þeim bænum en þar má nefna Opal G+ sem inniheldur hressandi viðbætt innihaldsefni og nöfn þeirra allra byrja á G – …

Opal Read More »

Nóa Kropp

Nóa Kropp Nóa Kropp er ein af uppáhalds sælgætistegundum þjóðarinnar og ekki að ástæðulausu. Það er sannur heiður að hafa fengið að fylgja því í allskonar spennandi bragðferðalög. Fjöldamargar spennandi bragðtegundir hafa komið fram á síðustu árum og nýjar umbúðir og markaðsefni að sjálfsögðu litið dagsins ljós líka. HAFÐU SAMBAND

Eitt Sett

Eitt Sett Eitt Sett fjölskyldan hefur heldur betur verið að stækka undanfarið. Við höfum hannað allskyns nýjar og skemmtilegar umbúðir í öllum stærðum og gerðum auk þess að vinna allt markaðsefni fyrir þessa sívinsælu vörulínu. HAFÐU SAMBAND

Síríus rjómasúkkulaði

Síríus rjómasúkkulaði Síríus rjómasúkkulaði er tímalaus klassík sem gleður fólk á öllum aldri. Það er fáanlegt í ýmsum bragðtegundum sem þurfa allar sínar eigin umbúðir og markaðsefni, sem haldast þó alltaf fallega í hendur. https://youtu.be/8CWLaDCKKIchttps://youtu.be/YR0a_HwgqHY HAFÐU SAMBAND

Breiðdalsvík

Breiðdalsvík Umvafna stórbrotnum fjallasal á Austfjörðum má finna Breiðdalsvík. Við teiknuðum upp nýja ásýnd bæði fyrir bæinn og Hótel Breiðdalsvík, sem sýnir heillandi karakter bæjarins og undirstrikar þjónustu og áhugaverða staði í máli og myndum. HAFÐU SAMBAND

Norðursigling

Norðursigling Við teiknuðum með Norðursiglingu nýja ásýnd markaðsefnis í takti við nútímalegar áherslur og höfum unnið með þeim að framleiðslu á almennu kynningarefni. Heyrst hefur að hvalirnir í Skjálfandaflóa flykkist að bátum Norðursiglingar eftir þessar útlitsbreytingar. HAFÐU SAMBAND

Síríus – Fyrir hið ljúfa líf

síríus – fyrir hið ljúfa líf Við sáum nýlega um allt útlit fyrir nýtt eðal súkkulaði frá Nóa Síríus – Barón súkkulaði með núggatín möndlum og sjávarsalti og Doré karamellusúkkulaði. Við hönnuðum umbúðirnar, allt grafískt efni og mótin fyrir súkkulaðiplöturnar. Þar að auki tókum við líka ljósmyndir og framleiddum sjónvarpsauglýsinguna. Enn eitt krefjandi og skemmtilegt …

Síríus – Fyrir hið ljúfa líf Read More »

Bakarameistarinn ný ásýnd

Bakarameistarinn ný ásýnd Við hjá VORAR hönnuðum nýja ásýnd Bakarameistarans sem kynnt var árið 2021. Við erum stolt af þessari fallegu ásýnd sem vísar í fyrra útlit með áherslu á handverk og klassík með nútímalegum blæ, en Bakarameistarinn hefur verið að baka gæðabrauð og bakkelsi síðan 1977. HAFÐU SAMBAND

Mjólka – Grísk Drykkjarjógúrt

Mjólka – grísk drykkjarjógúrt VORAR hannaði útlitið fyrir nýju Grísku drykkjarjógúrtina frá Mjólku ásamt skemmtilegri auglýsingaherferð. Innblásturinn sóttum við í grísku guðina enda drykkjarjógúrtin guðdómleg á bragðið. Útkoman er skemmtileg og öðruvísi, alveg eins og varan sjálf. https://www.youtube.com/watch?v=YBWFfVEllxM HAFÐU SAMBAND