Ljósmyndun

Kerecis

Kerecis Við tökum reglulega myndir fyrir virkilega spennandi íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem heitir Kerecis. Þau framleiða plástra úr fiskiroði og fitusýrum úr fiski sem hafa hlotið frábærar viðtökur og það verður mjög áhugavert að fylgjast með þeim á næstu misserum. HAFÐU SAMBAND

Cleye

cleye Við tókum litríkar og hressar myndir og unnum allt markaðsefni fyrir Cleye augndropa, en þeir minnka roða og ertingu í augum. Skemmtilegt verkefni og útkoman er ansi litrík, stílhrein og hressandi þó að við segjum sjálf frá. HAFÐU SAMBAND

Saffran

saffran Við eigum í góðu samstarfi við veitingastaðinn Saffran og framleiðum allt markaðsefni fyrir þau. Þar að auki höfum við framleitt nokkrar sjónvarpsauglýsingar fyrir staðinn, í samstarfi við Sævar Sigurðsson, leikstjóra.  https://youtu.be/9JQEV80vNR8https://youtu.be/c8qr5DuitREhttps://youtu.be/Ca0j9jX3FjAhttps://youtu.be/MpyBTd54tKQ HAFÐU SAMBAND

Nói Síríus kökubæklingur 2023

Kökubæklingur nóa síríus Eins og undanfarin ár sáum við um myndatöku, hönnun og uppsetningu á kökubæklingi Nóa Síríus árið 2023. Hann hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem ómissandi hluti af jólaundirbúningi Íslendinga en bæklingurinn í ár var unninn í samstarfi við Berglindi, hjá Gotterí og gersemar. HAFÐU SAMBAND

Síríus – Fyrir hið ljúfa líf

síríus – fyrir hið ljúfa líf Við sáum nýlega um allt útlit fyrir nýtt eðal súkkulaði frá Nóa Síríus – Barón súkkulaði með núggatín möndlum og sjávarsalti og Doré karamellusúkkulaði. Við hönnuðum umbúðirnar, allt grafískt efni og mótin fyrir súkkulaðiplöturnar. Þar að auki tókum við líka ljósmyndir og framleiddum sjónvarpsauglýsinguna. Enn eitt krefjandi og skemmtilegt …

Síríus – Fyrir hið ljúfa líf Read More »

Bakarameistarinn ný ásýnd

Bakarameistarinn ný ásýnd Við hjá VORAR hönnuðum nýja ásýnd Bakarameistarans sem kynnt var árið 2021. Við erum stolt af þessari fallegu ásýnd sem vísar í fyrra útlit með áherslu á handverk og klassík með nútímalegum blæ, en Bakarameistarinn hefur verið að baka gæðabrauð og bakkelsi síðan 1977. HAFÐU SAMBAND

Kvosin Downtown Hotel

KVOSIN DOWNTOWN HOTEL Við fengum það skemmtilega verkefni að uppfæra ásýndina á hinu glæsilega Kvosin Downtown Hótel, bæði markaðsefni og innanhússhönnun. Við fengum Hönnu Stínu innanhússarkitekt í lið með okkur til að sjá um innanhússhönnunina og útkoman er fáguð, notaleg og nútímaleg í senn. HAFÐU SAMBAND