Grafísk hönnun

Emmessís pinnar

Emmessís Pinnar Undanfarna mánuði höfum við hannað umbúðir af öllum stærðum og gerðum fyrir Emmessís. Allt frá litlum gleðipinnum upp í stórar fjölskyldupakkningar. Við hönnuðum bæði umbúðir sem og markaðsefni fyrir þessa skemmtilegu íspinna frá Emmessís og útkoman er einstaklega litrík, fersk og fjörug – rétt eins og pinnarnir sjálfir!  Hver er þinn uppáhalds pinni? …

Emmessís pinnar Read More »

Emmessís Opal Toppur

Emmessís opal toppur Opal er vörumerki sem er vel kunnugt flestum landsmönnum! Nýlega kom á markað Opal toppur, samstarfsverkefni Nóa Síríus og Emmessís. Við hönnuðum þessar dulúðlegu og spennandi umbúðir fyrir nýja toppinn, en hann sameinar súkkulaði og saltlakkrís á algjörlega frábæran máta. HAFÐU SAMBAND

Emmessís Ísblóm

Emmessís ísblóm Ísblómin frá Emmessís eru flestum kunnug enda sígildur eftirréttur á mörgum heimilum.Það var því mikill heiður að fá það verkefni að hanna nýjar umbúðir fyrir bæði klassísku Ísblómin og skemmtilegar nýjungar sem hafa komið í verslanir á síðustu misserum.  https://youtu.be/qqiUuxlMyG4https://youtu.be/tQcxpUgeeN4 HAFÐU SAMBAND

Trítlar

Trítlar Trítlarnir frá Nóa Síríus eru skemmtileg vara, með sætum og léttum blæ. Við leitumst við að túlka það með litagleði og almennum hressleika í öllum umbúðum og kynningarefni.  HAFÐU SAMBAND

Nói Síríus Páskar 2024

Nói Síríus páskar 2024 Það er alltaf nóg að gera hjá okkur fyrir páskana að framleiða umbúðir og allt markaðsefni fyrir öll frábæru páskaeggin sem Nói Síríus býður upp á. Það má alltaf treysta á að það séu spennandi nýjungar í boði og það brást ekki þetta árið. HAFÐU SAMBAND

Mín framtíð

Verkiðn – Mín framtíð 2023 Mín framtíð er stórviðburður sem er haldinn annað hvert ár til þess að stuðla að eflingu iðnmenntunar á Íslandi og felur í sér kynningu á iðn- og verkgreinum ásamt því að Íslandsmót fer fram í greinunum. Við sáum um allt kynningarstarf sem fól meðal annars í sér að hanna og …

Mín framtíð Read More »

Cleye

cleye Við tókum litríkar og hressar myndir og unnum allt markaðsefni fyrir Cleye augndropa, en þeir minnka roða og ertingu í augum. Skemmtilegt verkefni og útkoman er ansi litrík, stílhrein og hressandi þó að við segjum sjálf frá. HAFÐU SAMBAND

Saffran

saffran Við eigum í góðu samstarfi við veitingastaðinn Saffran og framleiðum allt markaðsefni fyrir þau. Þar að auki höfum við framleitt nokkrar sjónvarpsauglýsingar fyrir staðinn, í samstarfi við Sævar Sigurðsson, leikstjóra.  https://youtu.be/9JQEV80vNR8https://youtu.be/c8qr5DuitREhttps://youtu.be/Ca0j9jX3FjAhttps://youtu.be/MpyBTd54tKQ HAFÐU SAMBAND

Handteiknaður konfektkassi

handteiknaður konfektkassi Síðustu ár höfum við handteiknað konfektkassa fyrir Nóa Síríus en fyrsti kassinn var teiknaður af okkur fyrir jólin 2020. Kassinn hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár, enda er hann bæði falleg og bragðgóð gjöf.  HAFÐU SAMBAND

Tromp

Tromp Allar Tromp vörurnar hafa svipað yfirbragð, sterka liti og línur sem tjá vel eiginleika vörunnar. Við hönnum allar umbúðir og markaðsefni fyrir Tromp fjölskylduna líkt og aðrar Nóa vörur. HAFÐU SAMBAND