SAF

Við unnum að hönnun nýrrar ásýndar fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, SAF. Verkefnið var að búa til merki sem væri minnisstætt og skapaði traustvekjandi en léttan stíl sem auðvelt væri að vinna með ásamt rauðum þræði í myndmáli. Niðurstaðan var alveg nýtt merki með skírskotun í fjöll eldra merkis en nýja merkið er formsterkt, minnisstætt, og hefur á sama tíma áhugaverða dýpt og býður upp á opnari túlkun sjáandans á borð við hendur, fugla og tré. Heildarásýndin er byggð á myndum af fólki í áhugaverðu landslagi samtvinnað  einföldu og léttu yfirbragði með skálínum til að grípa athygli og ríma við merkið.

Logo SAF
Saf bæklingur