Það er alltaf skemmtileg áskorun fólgin í því að leika sér með Hrekkjavökuhátíðina í auglýsingum – myndheimurinn þarf jú að vera jöfnum höndum skemmtilegur og skuggalegur. Með lifandi hreyfigrafík og hressilegum nornahlátri mögnuðum við upp skelfilega góða stemningu og til að undirstrika hve gott sælgætið er frá Nóa Síríus var yfirskriftin „Enginn grikkur – Bara gott!“