Fyrir bjórinn El Grillo hönnuðum við heildar verkefnið, leituðum uppi sögulegar heimildir og hönnuðum útlitið út frá því en bjórinn dregur nafn sitt af bresku olíuskipi sem var sökkt af þýskum herflugvélum árið 1944 á Seyðisfirði. Þetta var sannarlega skemmtilegt verkefni og fróðlegt þar sem við hönnuðum umbúðirnar frá grunni út frá sögulegum heimildum um atburðinn. Söguna um atburðinn má svo lesa á umbúðunum og því ætti engum að leiðast sem fær sér einn kaldan El Grillo.