Stafræn markaðssetning

Samfélagsmiðlar eru einn almennasti og víðtækasti samskiptamáti 21. aldarinnar. Um leið hafa þeir gerbreytt fjölmiðla- og auglýsingaumhverfinu því markaðssetning hefur færst að stórum hluta á netið sem býður upp á margvísleg ný tækifæri. Við greinum þau tækifæri sem liggja í stafrænni markaðssetningu fyrir þitt fyrirtæki, aðstoðum þig við mótun stefnu á stafrænum miðlum og hámörkum þannig sýnileikann.

Samfélagsmiðla logo

Hópamiðuð markaðssetning

Nýttu þér stefnumiðað samspil miðla og náðu í markhópana með árangursdrifnum hætti. Með því að samkeyra auglýsingar á öllum miðlum bjóðast ótal möguleikar til að ná beint til þeirra hópa sem þú vilt ná í. Við mótum með þér stefnu í stafrænni markaðssetningu til að hámarka árangur þinn.

Mismunandi mælingar

Mælanlegur árangur

Til að hámarka arðsemi fjármagns sem nýtt er til auglýsinga þarf að framkvæma reglulegar árangursmælingar. Við sjáum um mælingarnar og tökum saman greinargóðar skýrslur svo næstu skref séu ávallt grundvölluð á réttum forsendum. Fáðu sem mest fyrir peninginn og náðu sýnilegum og mælanlegum árangri með okkur.