Mörkun

Að hlúa að vörumerkinu sínu er grundvallaratriði því í merkinu felst í senn auðkenni, táknmynd sem kjarnar vörur og þjónustu og síðast en ekki síst aðgreining á markaði fyrir neytendur. Hvort sem þú þarft að móta merki frá grunni, styrkja það eða viðhalda stöðu þess þá búum við yfir áratuga reynslu við alla þætti mörkunar.

 

Mynd af SAF logo á tölvuskjá

Markhópar og rannsóknir

Ef auglýsingar og markaðsstarf á að skila markvissum árangri er nauðsynlegt að þekkja markhópinn. Nauðsynlegt er að vinna ákveðna rannsóknarvinnu til að leggja grunninn að frekara kynningarstarfi og það skilar sér margfalt til baka. Við leggjum áherslu á faglega greiningu markhóps hverju sinni svo skilaboð komist áleiðis til réttra viðtakenda með skilvirkum hætti.

Endurmörkun á SAF logo

Endurmörkun

Stundum er nauðsynlegt að taka af skarið og breyta til, fríska upp á vörumerkið eða skapa eitthvað alveg nýtt. Þá er mikilvægt að stíga faglega til jarðar, kortleggja ferlið vel og taka saman ítarlega handbók sem nýtist í framhaldinu öllum sem munu vinna með hið nýja vörumerki á einn eða annan hátt. Samræmi er algert lykilatriði í meðförum vörumerkis.