Við eigum í góðu samstarfi við veitingastaðinn Saffran og framleiðum allt markaðsefni fyrir þau ásamt því að sjá um samfélagsmiðlana. Þar að auki höfum við framleitt nokkrar sjónvarpsauglýsingar fyrir staðinn, í samstarfi við Sævar Sigurðsson, leikstjóra.