Aldamót

Við fengum það skemmtilega verkefni að finna nýtt nafn fyrir hótelbarinn á hinu glæsilega Kvosin Downtown Hótel um leið og við uppfærðum ásýnd og útlit barsins. Við fengum Hönnu Stínu innanhússarkitekt í lið með okkur til að sjá um innanhússhönnunina og útkoman er í takt við hótelið; bar sem er í senn fágaður, notalegur og nútímalegur í senn.