Tvílitur opal - Hindberja & saltlakkrís

Það hefur aldrei gerst áður að það fari fleiri en ein bragðtegund saman í Opal pakka. Nói Síríus kynnti þessa frábæru nýjung á árinu og við hönnuðum umbúðir og framleiddum auglýsingaefni.
Hugsunin var sú að láta umbúðirnar endurspegla hið klassíska Opal sem allir landsmenn þekkja en með alveg nýjum brag. Við erum mjög ánægð með útkomuna. Það er ekki hægt að segja annað en að þessi bragðtegund hafi slegið rækilega í gegn enda hefur hún reglulega orðið uppseld.

Brot af því besta

Kynntu þér fleiri verkefni VORAR