Eitt sett

Við fengum það áhugaverða verkefni að sjá um kynningarherferð og umbúðahönnun fyrir nýtt og stærra Eitt Sett. Kynningarherferðin Risa Eitt Sett vakti mikla lukku og hlaut varan frábærar viðtökur í verslunum.
Kynningarherferðin var keyrð þvert á miðla; útvarp, sjónvarp, prent-, samfélags- og umhverfismiðla. Áhersla var á léttleikandi og skopleg skilaboð í auglýsingum. Haldið var í einkennisliti Eitt Sett en umbúðir voru endurgerðar á stílhreinni og nútímalegri máta. Útgáfu vörunnar var fylgt eftir með minni herferðum á samfélagsmiðlum.

Við hjá VORAR erum hæstánægð með útkomuna og eru það líklegast fáir sem geta státað af jafnmiklu Eitt Sett súkkulaðiáti og við.

Brot af því besta

Kynntu þér fleiri verkefni VORAR