Eitt sett bitar

Þegar Nói Síríus tók skrefið og ákvað að bjóða hið geysivinsæla Eitt sett sem sælgætisbita í kassa fengum við það verkefni að hanna umbúðirnar. Það var skemmtilegt að fá að bæta við þetta þekkta vörumerki innan vöruvals Nóa Síríus – að fá að skapa nýjung en vinna um leið með hið löngu sígilda Eitt sett útlit. Hinir gómsætu og mjúku lakkrísbitar fengu fallega og endurlokanlega poka. Hvort einhver lokaði pokanum aftur, þegar hann hafði einu sinni verið opnaður, er svo allt annað mál.

Eitt sett umbúðir

Brot af því besta

Kynntu þér fleiri verkefni VORAR