fbpx

Nói – Rjómasúkkulaði

Rjómasúkkulaði Nóa Síríus hefur sannarlega skipað stóran sess í íslenskri sælgætisflóru. Hvort sem um er að ræða tímalausa klassík eða trompaða nýjung þá hafa Árnasynir fengið það metnaðarfulla verkefni að hanna og setja upp þessa kunnuglegu vörulínu sem fyllir bæði hillur verslana og munna landsmanna. Og ekki má gleyma innihaldinu en með nýjustu uppfærslu vörulínunnar frískuðum við bæði upp á heildarbrag hennar og hönnuðum mótin fyrir sjálfa molana. Verkefnið var bæði stórt og ótrúlega skemmtilegt.