fbpx

A4 – Ný Ásýnd

Við unnum að hönnun nýrrar ásýndar fyrir A4. Myndmerkið var uppfært og litaflóran gerð líflegri og fjölbreyttari. Merki A4 er hannað með fágun og stílhrein form að leiðarljósi í þeim tilgangi að draga fram gæði, góða þjónustu og breitt vöruúrval. Á sama tíma fær sterk arfleið vörumerkisins að njóta sín en merkið fyrst og fremst í formi appelsínuguls borða sem er tilvísun í silkiborðana sem festir eru í bækur sem bókamerki og er mikilvægur þáttur í uppruna fyrirtækisins. Skálínur og skorin form gefa grípandi og áhugaverða ásýnd sem gefur frá sér tilfinningu um skapandi orku.