fbpx

Grafísk hönnun

Hjá okkur starfa hönnuðir með áratugareynslu sem leggja allan sinn metnað í að hanna efni sem fangar augað. Meginatriðið er að skilaboðin komist til skila á smekklegan og árangursríkan hátt í samvinnu við viðskiptavininn. 

Umbúðahönnun

Við sérhæfum okkur í hönnun  umbúða af öllum stærðum og gerðum. Fallegar og vel hannaðar umbúðir geta skipt sköpum í markaðssetningu og því er það lykilatriði að vandað sé til verka þegar umbúðir eru hannaðar.

Markaðsráðgjöf

Við höfum víðtæka reynslu af ýmis konar markaðsráðgjöf þar sem þarfir viðskiptavinarins eru í forgrunni. Markmiðið er alltaf gott samstarf þar sem sérþekking okkar ásamt þekkingu viðskiptavinarins á eigin starfsumhverfi veita vísi að bestu mögulegu útkomunni.

Stafræn markaðssetning

Markaðssetning á netinu leikur veigamikið hlutverk þegar koma á skilaboðum á framfæri. Hvort sem það eru áhrifavaldar, póstar á samfélagsmiðlum eða leitarvélabestun. Við búum yfir þekkingu og reynslu í stafrænni stefnumótun og greinum tækifæri sem henta hverjum miðli fyrir sig.

Ljósmyndun

Vantar þig vörumyndir? Auglýsingamyndir? Starfsmannamyndir? Eða bara mynd af einhverju allt öðru? Við erum með auglýsingaljósmyndara með margra ára reynslu í okkar teymi og tökum faglegar og fallegar myndir af öllu því sem þú vilt láta taka mynd af.

Mörkun

Það er mikilvægt að byggja upp vörumerki sem stendur upp úr og vekur eftirtekt. Við leggjum metnað í að veita góða þjónustu og aðstoða viðskiptavini okkar að setja sér markmið, móta stefnu, komast að kjarnanum en jafnframt halda í þau verðmæti sem liggja í sögu vörumerkisins.

Teiknun

Við erum með framúrskarandi teiknara sem eru uppfullir af hugmyndum um hvernig hægt sé að breyta einföldum auglýsingum í listaverk.